Boxer spjallið

Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.
Boxer spjallið

Fyrir alla sem eiga það sameiginlegt að elska og virða hunda, hvort sem er eigendur eða velunnarar.


+3
PerlaD
Hektor-Brúno
harpa
7 posters

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    harpa
    harpa


    Posts : 41
    Join date : 2009-02-08

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  harpa Wed Feb 11, 2009 5:59 pm

    Hæ,hæ

    Ég ætlaði bara að deila því með ykkur að við erum að fara núna í kvöld með hana Grímu okkar á Hvolpanámskeið. Það er fyrsti tíminn okkar í kvöld og við erum alveg að deyja úr spenningi, veit ekki hvor er spenntari eigandinn eða nemandinn Very Happy
    Vonandi bara að það verði alveg æðislega gaman og hún komi heim sem stilltasti hundur ever!! He,he það tekur nú víst aðeins lengri tíma en eina kvöldstund.....Very Happy En allavegana, ætlaði bara að setja þetta hérna inn. Skrifa kanski svo seinna í kvöld hvernig var.... ef við verðum þá ekki alveg búin á því.

    Kær kveðja
    Harpa, Leó og Gríma
    Hektor-Brúno
    Hektor-Brúno


    Posts : 55
    Join date : 2009-01-30
    Location : Reykjavík

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Gaman

    Post  Hektor-Brúno Wed Feb 11, 2009 10:16 pm

    Glæsilegt látið okkur vita hvernig gekk
    harpa
    harpa


    Posts : 41
    Join date : 2009-02-08

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  harpa Wed Feb 11, 2009 10:31 pm

    Jæja... Þá erum við komin heim eftir fyrsta skóladaginn Very Happy

    Það var byrjað á að æfa taumgögnu og að setjast.
    Gríma kunni nú að setjast en bara þegar henni hentaði, nennti ekki alltaf að hlusta á röflið í manni, áður en við fórum í tíman í dag. Það var auðvitað farið mikið betur í þá æfingu heldur en maður kunni sjálfur og sá maður nokkuð góða framför hjá skottunni. Smile

    Hjá okkur var mikil þörf á að læra taumgöngu því Gríma hangir alltaf svo í taumnum og því var ég mjög fegin þegar okku var tilkynnt það að við myndum fara í það í dag!
    Við fengum lánaða keðjuól og fljótlega var hún farin að skylja út á hvað þetta gekk. Nú þurfum við bara að kaupa okkur keðjuól á morgun og æfa okkur vel í því.
    Svo verðum við auðvitað tilbúin í næsta tíma að viku liðinni.

    Nú lyggur Gríma á koddanum sínum í sófanum við hliðina á mér alveg uppgefin eftir daginn og ég, ógeðslega stollt ,,mamma", að monnta mig á því hvað ég á duglegan hvolp!!! Very Happy He,he, aðeins meira væmin.... En allavegana þangað til næst.

    Kær kveðja
    Harpa, Leó og Gríma
    Hektor-Brúno
    Hektor-Brúno


    Posts : 55
    Join date : 2009-01-30
    Location : Reykjavík

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  Hektor-Brúno Wed Feb 11, 2009 10:57 pm

    Frábært að heyra að það hafi verið svona gaman hjá ykkur við þirftum nú að fara með brúno í eh svona þó hann sé að verða 1 árs
    alger lúði sko hehe
    harpa
    harpa


    Posts : 41
    Join date : 2009-02-08

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  harpa Wed Feb 11, 2009 11:28 pm

    Það var einn með okkur sem var orðin 18 mánaða og ég held að honum hafi nú þótt bara ótrúlega gaman með hinum hvolpunum Smile
    PerlaD
    PerlaD
    Admin


    Posts : 85
    Join date : 2008-12-18
    Age : 38
    Location : Hvanneyri

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  PerlaD Thu Feb 12, 2009 6:03 am

    Æjh en frábært! Gaman að lesa þegar gengur vel.
    Ég held einmitt að ég þurfi að asnast með skottið mitt í hlýðni!
    Held hann skilji hugtakið eeeeekki alveg!
    avatar
    Doddi


    Posts : 27
    Join date : 2009-01-30

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  Doddi Thu Feb 12, 2009 8:11 am

    já ég þyrfti að fara með minn i svona lika
    Inger
    Inger


    Posts : 38
    Join date : 2009-02-01

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Hún Gríma "okkar"

    Post  Inger Thu Feb 12, 2009 9:37 am

    Ég er eins og stolt amma hérna á kanntinum að heyra tíðindi af litlu dúllunum hennar Sölku og frábært að heyra að vel gekk Smile Salka var líka alveg til fyrirmyndar á hlíðninámskeiðinu (enda gerir mín allt fyrir mat)

    leyfðu okkur endilega að heyra hvernig gengur?

    ps. hvar ertu með hana á hvolpanámskeiði?

    Kveðja Inger
    harpa
    harpa


    Posts : 41
    Join date : 2009-02-08

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  harpa Thu Feb 12, 2009 11:41 am

    Við erum í hundaskólinn okkar.
    Við mætum í tímana í bílakjallarann í fyrði, Hafnarfyrði. Smile

    Og ég skal koma með fleyri fréttir hvernig gengur.

    Annars er ég að fara að BAKA hundanammi í kvöld...
    Hafið þið prófað það? Ég fann einhverjar uppskriftir á netinu, ætla að prófa hvernig það er að virka á hana. Hunda nammið er soldið dýrt og það spænist upp þegar maður er að reyna að kenna þeim og allt gengur nokkuð vel.
    PerlaD
    PerlaD
    Admin


    Posts : 85
    Join date : 2008-12-18
    Age : 38
    Location : Hvanneyri

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  PerlaD Thu Feb 12, 2009 3:38 pm

    Ég færði uppskrifitna í Uppeldi. Endilega hendið inn uppskriftum sem þið vitið um þangað Smile
    Acer
    Acer


    Posts : 44
    Join date : 2009-02-16

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  Acer Tue Feb 17, 2009 8:48 am

    Gaman að fá að fylgjast með hvernig gengur. Very Happy

    Ég vildi að ég gæti farið með Acer á svona námsskeið en það er náttúrlega ekkért í boði hérna á króknum.

    En Acer kann að sitja og liggja, og hlíðir því þegar um er beðið (hann er svo duglegur, hehe) og svo situr hann alltaf rólegur á meðan við hrærum í matnum hans, og situr hjá þangað til við segjum görðu svo vel. Sonur minn sem er 3 ára getur látið hann gera þetta allt einn, en ég er alltaf nálægt og filgist stolt með strákunum mínum. cheers cheers king
    Hann Acer dúlla er líka góður í að ganga hæl, hann er bara fullkominn, hehe jocolor En hann hlíðir ekki ef ég kalla á hann í hesthúsahverfinu sem er dáltið fúlt því þá þarf ég alltaf að hafa hann í taum.

    En endilega komdu með fréttir af tímunum ykkar, bíð spennt. Laughing
    harpa
    harpa


    Posts : 41
    Join date : 2009-02-08

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  harpa Tue Feb 17, 2009 3:05 pm

    ...framhald. Smile
    Við Gríma fórum í stuttan göngutúr að æfa taumgöngu í gærkvöldi.
    Við birjuðum á að nota keðjuól til að hún myndi nú skilja hvað við værum að fara að gera og svo fljótlega færði ég yfir í venjulegan taum, sem var reyndar mikið erfiðara en.. það kemur.

    Ég vil taka það fram fyrir þá sem eru á móti keðjuólunum að þá hef ég prófað að setja hana á sjálfa mig... klikkuð kelling!!! og þetta er ekkert vont ef maður notar hana rétt. hehe. Ég sá nefninlega ansi harð orða umræðu um þessar ólar á hundaspjall.is

    En svo ég haldi nú áfram... Við tókum okkur pínu pásu í taumgöngunni og hún fékk svona aðeins að hlaupa og leika sér. Þar fann hún sér eithvað plast til að leika sér með svo ég ákvað að æfa ,,að gefa" og ,,innkall". Ég kastaði dóttinu, hún sótti og fékk nammi og hrós í staðin, þið þekkið þetta. En eitt skiptið var mín rosa sniðug... ég var nýbúin að láta hana fá nammi og ég var víst ekki nógu snögg að kasta dótinu svo hún tókk það og hljóp í burtu, kom með það til baka og skilaði því og beið svo eftir namminu! He,he alveg ótrúlega findið....

    Hundakólinn er svo á morgun og það verður bara spennandi að fara með hana þangað.
    Bless í bili
    Kveðja Harpa, Leó og Gríma
    Inger
    Inger


    Posts : 38
    Join date : 2009-02-01

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Systkinin Acer og Gríma

    Post  Inger Tue Feb 17, 2009 4:44 pm

    Frábært að heyra hvernig gengur með ykkur systkinin og gaman að sjá ykkur hérna Acer og co Smile
    Lolla
    Lolla


    Posts : 51
    Join date : 2009-02-24
    Age : 45

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  Lolla Wed Feb 25, 2009 1:19 am

    Vá geggjað gaman að sjá hvernig gengur Smile ég ætla að athuga með einhvern hundaskóla Smile
    Það ætlar hundaþjálfari að kíkja hingað til mín og það verður spennó að sjá hvað hún segir Smile
    Kv.Lollan Smile
    harpa
    harpa


    Posts : 41
    Join date : 2009-02-08

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  harpa Wed Feb 25, 2009 10:46 pm

    Framhald af skólagöngu Grímu.

    Ég skrifaði nú ekkert frá skólanum í síðustu viku. Best að ég geri það bara núna Smile
    Í síðasta tíma sýndum við kennaranum hvað við vorum orðin dugleg að setjast og ganga í taum frá því síðast, smá upprifjun. Við fórum svo í næstu æfingu sem var ,,nei" slökun.
    Þar var keðjuólin notuð þó nokkuð og ég get nú ekki alveg sagt að hún Gríma hafi neitt verið mikið stilt í skólanum, hún vildi bara leika... Very Happy En þetta gekk svona ágætlega en hún var ekkert allt of sátt með þessa ,,nei" æfingu. Og sú var fúl þegar heim var komið! Litla drama queen!! Venjulega liggur hún hjá okkur í sófanum á kvöldin en núna fór hún beint á dínuna sína! Við vorum ekkert að velta því neitt sérstaklega fyrir okkur en eftir svona klukkutíma þá kíktum við á hana á dínunni... þá lá prinsessan með tár á vöngunum og svo fúl að hún vildi ekki sjá okkur! Alveg ótrúlega sárt að sjá litla dýrið svona svo ég tók mig til og lagðist sjálf á dínuna við hliðina á henni og fór að lesa bók og eftir smá tíma fór hún nú að færa sig nær mér og var að lokum farin að kúra eins og venjulega. Very Happy

    En í tímanum í kvöld gekk miklu betur. Hún var mikið stiltari í kringum hina hundana en ég þurfti nú samt að hafa vel fyrir því en það kom og þegar tíminn var hálfnaður var hún alveg rosa stilt. Við birjuðum á að taka taumgöngu allur hópurinn fram og til baka og við Gríma vorum svo duglegar að kennarinn gaf okkur klapp á bakið og hrós fyrir að vera svona duglegar. Very Happy Ógeðslega stoltar Very Happy
    Síðan var tekin æfing í Innkalli og það gekk bara nokkuð vel. Við þurfum auðvitað bara að æfa okkur betur í því. Smile
    Og þegar tímanum var að ljúka sýndi kennarinn okkur hvernig við ættum að kenna þeim að leggjast og æfa það svo bara heima.
    Þegar heim var komið fékk prinsessan stóra dós af hvolpamat sem henni fynst alveg svakalega gott, þetta er horfið á stundinni.
    Síðan birjuðum við auðvitað strax að æfa að leggjast... það tók eingöngu þrjár æfingar áður en hún lærði það og þá er bara að vera duglegur að halda þessu öllu við reglulega.

    Kær kveðja
    Harpa, Leó og Gríma
    Lolla
    Lolla


    Posts : 51
    Join date : 2009-02-24
    Age : 45

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  Lolla Thu Feb 26, 2009 1:54 pm

    Æj það er ekkert smá gaman að heyra hve vel gengur Smile

    Kv.Lolla og Bella Smile
    Acer
    Acer


    Posts : 44
    Join date : 2009-02-16

    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  Acer Thu Feb 26, 2009 8:00 pm

    gott að það gengur vel hjá ykkur Wink Very Happy við Acer þurfum æfa okkur svolítið betur í innkallinu, en það kemur vonandi, hehe Laughing
    Þetta er æðisleg síða, að geta fylgst með öllum! Very Happy

    Sponsored content


    Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :) Empty Re: Pínu fréttir til að koma smá hreyfingu á fína spjallið okkar :)

    Post  Sponsored content


      Current date/time is Sun May 12, 2024 5:27 pm